Ísbjörninn hjá Granda
Forseti flytur ávarp við vígslu nýrrar frystigeymslu HB Granda en henni var gefið nafnið Ísbjörninn. Fyrirtækið hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrr á þessu ári. Í ræðunni minntist forseti þess að 75 ár eru liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur og rakti áfanga í baráttu Íslendinga fyrir yfirráðum yfir fiskimiðunum við landið. Sjómenn, fiskvinnslufólk og fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu verið burðarásar í þróun þeirrar velferðar sem Íslendingar njóta nú. Þar hefði Grandi og fyrirrennarar þess verið í fararbroddi. Bygging frystigeymslunnar á aðeins nokkrum mánuðum væri vitnisburður um sóknarhug.