Veftré Print page English

Jarðhitasvæðið á Reykjanesi


Forseti heimsækir ásamt forseta Finnlands og fylgdarliði jarðhitasvæðið á Reykjanesi og hlýðir á kynningar Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra og Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Orku, um orkubúskap Íslendinga og nýtingu jarðhita. Þá skoðuðu forsetarnir og aðrir gestir virkjunina í Svartsengi, Bláa lónið með leiðsögn Gríms Sæmundsen og gróðurhús líftæknifyrirtækisins ORFs þar sem dr. Einar Mäntylä kynnti forseta Finnlands framleiðslu fyrirtækisins.