Málþing um Norðurslóðir
Forseti stjórnar málþingi um Norðurslóðir sem haldið er í hátíðarsal Háskóla Íslands í tengslum við opinbera heimsókn forseta Finnlands. Í kjölfar ávarpa forsetanna fluttu prófessor Lassi Heininen og prófessor Paula Kankaanpää frá Háskólanum í Lapplandi, Ingibjörg Jónsdóttir frá Háskóla Íslands, Héðinn Valdimarsson frá Hafrannsóknastofnuninni, Tero Vauraste, forstjóri Arctia Shipping, Guðmundur Nikulásson frá Eimskip og Pertti Torstila ráðuneytisstjóri stuttar kynningar. Í kjölfarið voru almennar umræður þar sem fram komu margvísleg sjónarmið um þróun laga, siglingar, loftslagsbreytingar, bráðnun íss og fleiri þætti í framtíð Norðurslóða.