Jarðvegur og loftslagsbreytingar
Forseti flytur setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um jarðveg, loftslagsbreytingar og fæðuöryggi, Soil Carbon Sequenstration for climate, food secuirity and ecosystem services sem haldin er í Reykjavík en hana sækja um tvö hundruð vísindamenn og sérfræðingar, einkum frá Evrópu. Í ræðunni áréttaði forseti nauðsyn þess að flétta saman umræðu og rannsóknum á bráðnun íss og jökla, jarðvegsnýtingu og vatnsbúskap. Einnig vék hann að reynslu Íslendinga í glímunni við eyðimerkur og svarta sanda, samstarfi sérfræðinga í landgræðslu við bændur og almenning.