Veftré Print page English

Hrein orka


Forseti á fund með Kevin Wall, framleiðanda tónlistarviðburða og þátttakanda í baráttunni fyrir nýtingu hreinnar orku í Bandaríkjunum, en Wall hefur einnig um áraraðir verið öflugur liðsmaður í baráttu Al Gore gegn loftslagsbreytingum. Rætt var um hvernig reynsla Íslendinga af margvíslegri nýtingu hreinnar orku gæti komið að gagni í Bandaríkjunum, sem og um vaxandi hamfaraveður og bráðnun íss á Norðurslóðum. Fundinn sátu einnig Susan Smalley Wall, prófessor í geðlækningum og erfðafræðingur, og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.