Íslensk matvælatækni í Tyrklandi
Forseti tekur á móti sendinefnd frá Tyrklandi, formanni félags kjúklingaframleiðanda þar í landi og samstarfsaðilum Marels en stjórnendur þess voru einnig á fundinum. Rætt var um langa og góða reynslu kjúklingaframleiðenda af tækjabúnaði Marels, notkun hans í nýjum verksmiðjum, sem byggðar verða á næstunni, og kosti sífelldra tækninýjunga sem Marel kappkostar að bjóða. Þá var einnig fjallað um vaxandi markaði í nágrannalöndm Tyrklands svo sem í Íran, Írak og fleiri löndum í vesturhluta Asíu.