Veftré Print page English

Jarðhitanemendur frá Cornell


Forseti tekur á móti hópi nemenda í jarðhitafræðum sem heimsækja Ísland á vegum Jefferson Tester, prófessors við Cornell háskólann, en hann er einn fremsti jarðhitasérfræðingur Bandaríkjanna. Rætt var um árangur Íslendinga við fjölþætta nýtingu jarðhita, hvernig hann sé burðarás í þróun hagkerfis sem byggist í vaxandi mæli á hreinni orku og hvaða lærdóma Bandaríkin og aðrar þjóðir geta dregið af þessari þróun á Íslandi.