Veftré Print page English

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Forseti flytur ávarp í upphafi landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett var við hátíðlega athöfn á Akureyri. Í ávarpinu þakkaði forseti samtökunum fyrir fjölþætt framlag þeirra, bæði á vettvangi björgunar og til að efla samstöðu og samhjalp meðal Íslendinga. Forseti rifjaði upp hve þakklátir bændur á Norðurlandi hefðu verið fyrir aðstoð björgunarsveitanna í kjölfar hamfaraveðursins í vetrarbyrjun og árangur Íslendinga í sjálfboðastarfi á þessu sviði vekti nú æ meiri athygli víða um heim, einkum í ljósi þess að hamfaraveður verða að öllum líkindum algengari í kjölfar loftslagsbreytinga.