Veftré Print page English

Afmælisráðstefna ÍSOR


Forseti flytur ræðu um hagkerfi hreinnar orku á afmælisráðstefnu ÍSOR. Í ræðunni áréttaði forseti hve mikilvægur árangur Íslendinga í nýtingu jarðvarma og vatnsorku væri, ekki aðeins fyrir Íslendinga sjálfa heldur líka sem skilaboð til annarra þjóða um að hægt væri að breyta orkukerfum á þann veg að hamla gegn alvarlegum loftslagsbreytingum sem sívaxandi bráðnun íss og jökla bæri vitni um. Í ræðunni nefndi forseti einnig fjölmörg dæmi um hvernig nýting hreinnar orku hefði skapað ný tækifæri og nýjar atvinnugreinar í íslensku efnahagslífi og væri ein af ástæðum þess að Íslendingum hefði tekist betur en öðrum að glíma við afleiðingar fjármálakreppunnar.