Veftré Print page English

Sendiherra Bandaríkjanna


Forseti á fund með sendiherra Bandaríkjanna Luis E. Arreaga um árangurinn af viðræðum og fundum forseta í Washington í síðasta mánuði, einkum varðandi samvinnu í málefnum Norðurslóða, m.a. með tilliti til væntanlegrar formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu frá og með árinu 2015 og Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í október. Fjallað var um fundi með fjölmörgum þingmönnum Öldungadeildarinnar, málþing Council on Foreign Relations og Brookings stofnunarinnar sem og sérfræðingum opinberra stofnana. Einnig var rætt um viðræður um frekari samvinnu á sviði jarðhitanýtingar.