Veftré Print page English

Rómversk messubók


Forseti tekur við fyrsta eintakinu af útgáfu rómverskrar messubókar á íslensku að lokinni helgistund í Landakotskirkju. Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétur Bürcher, afhenti forseta bókina og þakkaði honum fyrir framlag hans í þágu kaþólska safnaðarins á undanförnum árum. Messubókin kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku og hefur vinnan að útgáfunni staðið í rúmlega 40 ár. Áður fyrr voru messubækur kaþólsku kirkjunnar á latínu en nú er lögð áhersla á að þær séu einnig til á ýmsum þjóðtungum. Í ávarpi fjallaði forseti um hlutdeild kaþólsku kirkjunnar í íslenskri sögu og menningu, fagnaði útgáfu bókarinnar og sagði að eintakið yrði varðveitt í bókhlöðunn á Bessastöðum.