Veftré Print page English

Sendiherra Singapúrs


Forseti á fund með nýjum sendiherra Singapúrs, hr. Thambynathan Jasudasen, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Hann er fyrsti sendiherra Singapúrs á Íslandi, skipaður í ljósi vaxandi áhuga stjórnvalda í Singapúr á þróun Norðurslóða en Singapúr hefur sótt um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Rætt var um framlag Singapúrs á þessu sviði og þar á meðal rannsóknir þeirra á þróun íss og jökla í ljósi hættunnar á hækkun sjávarborðs sem myndi hafa hrikalegar afleiðingar fyrir Singapúr. Fyrirtæki og stjórnvöld í Singapúr hafa áhuga á opnun nýrra siglingaleiða um norðurhöf og þróun hafna þar og hafa rannsóknarstofnanir og vísindasamfélagið í Singapúr einbeitt sér í vaxandi mæli að rannsóknum á Norðurslóðum. Þá hefur nýlega verið lokið við byggingu tveggja ísbrjóta í Singapúr og landið hefur einnig sérhæft sig í styrkingu olíuborpalla vegna íss á Norðurslóðum.

 

photo 2