Undirskriftir vegna lyfjakostnaðar
Forseti tekur á móti hópi einstaklinga sem afhenda undirskriftir nokkurra þúsunda Íslendinga sem mótmæla þeim breytingum sem gerðar hafa verið á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. Í samræðum lýstu þau hvernig kröfur um greiðslu sjúklinga komi í veg fyrir að einstaklingar með langvarandi og alvarlega sjúkdóma geti greitt fyrir lyf sín og lyfjabúðir séu jafnvel farnar að taka upp lánasamninga til að gera fólki kleift að fá nauðsynleg lyf.