Veftré Print page English

Minningarathöfn


Forseti flytur ávarp á minningarathöfn sem haldin er í Andrews Theater á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli þar sem minnst var Frank Maxwell Andrews hershöfðingja og áhafnar og farþega B-24D sprengjuflugvélarinnar Hot Stuff sem fórst í Fagradalsfjalli í nágrenni Grindavíkur 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var þá yfirmaður heraflans í Evrópu og hafði tekið við því verkefni af Dwight D. Eisenhower og hefði stjórnað frelsun Evrópu hefði hann lifað. Útför hans, áhafnar og farþega var á sínum tíma gerð með viðhöfn í Reykjavík en jarðneskar leifar hans síðan fluttar til Bandaríkjanna þar sem hann hvílir í heiðurskirkjugarðinum í Arlington í Washington D.C. Auk forseta fluttu ávörp við athöfnina sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Hjálmar Árnason, stjórnandi Keilis, Friðþór Eydal, George M. Morrison, fyrrum foringi Massachusetts herdeildarinnar, og Jim Lux sagnfræðingur sem sýndi kvikmynd frá flakinu í Fagradalsfjalli og útförinni í Reykjavík sem nýlega fannst í skjalasafni bandaríska hersins.