Frumkvöðlar frá Bandaríkjunum
Forseti tekur á móti hópi frumkvöðla frá Bandaríkjunum sem heimsótt hafa Ísland til að kynna sér atvinnulíf, nýsköpun og samfélagshætti. Í umræðunum var m.a. fjallað um hvernig uppbygging velferðarþjónustu og menntunar hefur styrkt efnahagslíf og samkeppnishæfni á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum, dæmi voru tekin af ýmsum fyrirtækjum sem sprottið hafa úr jarðvegi nýsköpunar á Íslandi og orðið áhrifarík á heimsvísu, vöxt ýmissa atvinnugreina í kjölfar fjármálakreppunnar og hvernig Íslendingum hefur tekist að varðveita samfélag lýðræðis og friðsældar.