Dagur Jarðar
Forseti flytur ávarp í upphafi samkomu í Háskólabíói í tilefni af Degi Jarðar. Ráðstefnan er skipulögð af Grænum apríl og eru þar flutt margvísleg erindi um hlýnun Jarðar, bráðnun íss á heimskautasvæðum og áhrifin á veðurfar og lífsskilyrði. Í ávarpinu áréttaði forseti nauðsyn þess að Íslendingar sinntu skyldum sínum í hinu alþjóðlega samfélagi, m.a. í ljósi þess að rannsóknir á íslenskum jöklum og náttúru væru mikilvægt gagnasafn og framlag til upplýstrar umræðu. Vefsíða Græns apríls.