Alþjóðleg ráðstefna um fornleifafræði
Forseti flytur ávarp við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði fornleifafræði, Nordic TAG, sem haldin er í Háskóla Íslands. Fulltrúum frá þjóðminjasöfnum Grænlands og Færeyja hefur verið boðið til ráðstefnunnar og verður þar m.a. fjallað um menningararf og minjavörslu á Norðurslóðum. Í ávarpinu áréttaði forseti nauðsyn þess að virða menningu og sögu frumbyggja á Norðurslóðum og varasamt væri að telja Norðurslóðir til jaðarsvæða því í hugum þeirra sem byggt hefðu þau um þúsundir ára væru þær sú veröld sem þá skipti mestu. Hefðin á Vesturlöndum væri að líta á frumbyggja sem jaðarfólk; mikilvægt væri að rannsóknir í fornleifafræði minntu menn á mikilvægan menningararf og sögu þeirra sem byggt hafa Norðurslóðir löngu áður en Norðurslóðaríkin urðu til. Vefur ráðstefnunnar.