Veftré Print page English

Norðurslóðaráðstefna Brookings


Forseti flytur setningarræðu á Norðurslóðaráðstefnu Brookings stofnunarinnar í Washington þar sem einkum var fjallað um aukna samvinnu á Norðurslóðum, þróun Norðurskautsráðsins, orkumál og réttindi frumbyggja og þátttöku þeirra í ákvarðanatöku um málefni Norðurslóða. Á ráðstefnunni, sem var hin fyrsta sem Brookings stofnunin efnir til um Norðurslóðir, fluttu einnig ræður Kuupik Kleist fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands, fulltrúar ýmissa ríkja sem sæti eiga í Norðurskautsráðinu, áhrifafólk í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og ríkisstjórn Alaska auk forystufólks frumbyggjasamfélaga í Alaska. Ráðstefnan er liður í undirbúningi Brookings stofnunarinnar að víðtækri stefnumótun í málefnum Norðurslóða í samvinnu við Hoover stofnunina en Bandaríkin munu eftir tvö ár taka við formennsku í Norðurskautsráðinu. Upptökur frá fundinum hjá Brookings. Myndir (ljósmyndari: Sharon Farmer/sfphotoworks).