Rannsóknarstöð hreinnar orku
Forseti heimsækir Rannsóknarstöð hreinnar orku, National Renewable Energy Laboratory, sem Orkuráðuneyti Bandaríkjanna starfrækir í Denver. Rannsóknarstöðin er meðal hinna fremstu í veröldinni og vinna þar rúmlega þúsund vísindamenn og sérfræðingar að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Dr. Dan Arvizu, stjórnandi rannsóknarstöðvarinnar, kynnti forseta ýmis verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, áætlanir um aukna nýtingu hennar í Bandaríkjunum á næstu áratugum, nýsköpun í samtengingu orkukerfa og tilraunir um orkusparnað og nýja orkutækni fyrir ýmis stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þá var rætt um þörfina fyrir breyttar áherslur í stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs og möguleika á samstarfi við Íslendinga, einkum á sviði jarðhita. Myndir (ljósmyndari: Dennis Schroeder/NREL).