Mannréttindi og menning
Forseti á viðræður við þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindi og menningu sem haldin er í Reykjavík í samvinnu innanríkisráðuneytisins og Institute for Cultural Diplomacy í Berlín. Á ráðstefnunni, sem ber heitið "Human Rights Protection & International Law" er rætt um eflingu mannréttinda og baráttu minnihlutahópa, hvernig þjóðir heims geta stuðlað að auknu frelsi og réttlæti allra. Í ráðstefnunni taka þátt ýmsir forystumenn frá ríkjum Evrópu og öðrum heimshlutum sem og ungt fólk sem leggur stund á mannréttindarannsóknir. Vefur stofnunarinnar.