Útflutningsverðlaun. Heiðursviðurkenning
Forseti afhendir Útflutningsverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og komu þau í hlut sjávarútvegsfyrirtækisins
HB Granda hf. Verðlaunin voru veitt fyrir einstakt framlag fyrirtækisins til vinnslu og sölu íslenskra sjávarafurða og forystu þess í nýsköpun á þessu sviði. Þá afhenti forseti einnig sérstaka heiðursviðurkenningu til Jóhanns Sigurðssonar bókaútgefanda fyrir framlag hans til að auka hróður Íslands á erlendri grundu með heildarútgáfu Íslendingasagna, fyrst á ensku og nú á Norðurlandamálum. Fréttatilkynning.