Veftré Print page English

Lýðræði og netvæðing


Forseti tekur þátt í hringborðsumræðum við Jindal háskólann um áhrif netvæðingar á þróun lýðræðis, breytta skipan ríkisvalds og möguleika almennings og einstaklinga til að hafa áhrif á stefnu og aðgerðir stjórnvalda. Í hringborðsumræðunum rakti forseti m.a. hvernig félagsmiðlar hefðu verið áhrifaríkt tæki mótmælenda í kjölfar bankahrunsins á Íslandi og hvernig netvæðing hefði gert þúsundum landsmanna kleift að hafa afdrifarík áhrif á þróun Icesave deilunnar.