Veftré Print page English

Norðurslóðir


Forseti á fund með forstöðumanni Heimskautastofnunar Indlands og indverskum embættismönnum þar sem lýst var rannsóknum Indverja á Svalbarða og Suðurskautslandinu sem og áhuga indverskra stjórnvalda á áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Forseti áréttaði á fundinum nauðsyn samstarfs um rannsóknir á öllum jökla- og íssvæðum veraldar. Samanburðarrannsóknir á Norðurslóðum og Himalajasvæðinu gætu skilað miklum árangri og mikilvægt væri að ríki í fjarlægum heimsálfum, sem áhuga hefðu á Norðurslóðum, væru virkir þátttakendur í rannsóknum og þekkingaröflun.