Vísindastofnun Indlands
Forseti á fund með dr. Anil Kulkarni, stjórnanda Indversku vísindastofnunarinnar, um árangurinn sem náðst hefur í þjálfun indverskra jöklafræðinga með samvinnu við Háskóla Íslands og íslenska vísindasamfélagið. Grundvöllurinn að þeirri þjálfun var lagður í kjölfar Nehru verðlaunanna, sem forseti tók við árið 2010 á Indlandi, og nú er rætt um verulega eflingu þessa samstarfs á komandi árum.