Fyrirlestur í TERI háskólanum
Forseti heldur fyrirlestur við TERI háskólann í Delí um hagkerfi hreinnar orku og framlag þess til að efla fæðuöryggi í veröldinni. Eftir fyrirlesturinn svaraði forseti fyrirspurnum nemenda og kennara. Þá átti forseti fund með með dr. R. K. Pachauri, forstöðumanni TERI og formanni Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, dr. Leena Srivastava og fleiri leiðtogum háskólans um samstarf hans við íslenskar menntastofnanir en TERI háskólinn og Háskóli Íslands undirrituðu samkomulag um samstarf fyrir nokkrum árum. Myndir.