Veftré Print page English

Samstarf um hreina orku og umhverfismál


Forseti ræðir við Farooq Abdullah, ráðherra endurnýjanlegrar orku í ríkisstjórn Indlands, en hann heimsótti Ísland fyrir þremur árum og kynnti sér þá einkum nýtingu jarðhita. Í viðræðunum tóku einnig þátt m.a. R. K. Pachauri, formaður Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), Montek Singh Ahluwalia, yfirmaður efnahagsáætlana á Indlandi, Omar Abdoullah, forsætisráðherra Kasmírs, og Preneet Kaur, varautanríkisráðherra Indlands, sem einnig hefur heimsótt Ísland. Rætt var um framlag Íslendinga til aukinnar nýtingar hreinnar orku á Indlandi og þörfina á því að stórauka þurrkun matvæla með hreinni orku í anda þeirrar reynslu sem skapast hefur í íslenskum sjávarútvegi. Þá var einnig rætt ítarlega um þörfina á að efla jöklarannsóknir á Indlandi og hætturnar sem bráðnun Himalajajökla skapar fyrir vatnsbúskap og fæðuöryggi Indlands á komandi áratugum. Myndir.