Veftré Print page English

Samvinna Íslands og Indlands


Forseti á fund með utanríkisráðherra Indlands, Salman Khurshid,  um vaxandi samvinnu landanna á sviði vísinda og tækni. Íslensk orku- og verkfræðifyrirtæki, t.d. Reykjavik Geothermal, Verkís og Landsvirkjun, hafa kannað möguleika á nýtingu hreinnar orku á Indlandi. Íslenskir jöklafræðingar og náttúruvísindamenn hafa tekið þátt í Third Pole samstarfinu og lýsti ráðherrann ánægju með árangurinn af ráðstefnunni sem haldin hefur verið í Dehradun undanfarna daga. Þá var fjallað um áhuga Indlands á að fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og áréttaði forseti að mikilvægt væri að fjarlæg ríki, sem áhuga hefðu á Norðurslóðum, tækju virkan þátt í rannsóknum og vísindasamstarfi. Þá var einnig rætt um aukið samstarf þjóða á Himalajasvæðinu og hvernig framganga hins svonefnda BRIC ríkjahóps væri að breyta hlutföllum í efnahagslífi veraldar. Myndir.