Doon skólinn
Forseti heimsækir hinn þekkta heimavistarskóla Doon og ræðir við stjórnendur skólans um hlutverk menntunar í samfélagi ólíkra trúarbragða, stéttaskiptingar og félagslegrar mismununar. Skólinn hefur ætíð lagt áherslu á að laða til sín nemendur af ólíkum þjóðfélagsstigum. Fjölmargir nemendur skólans hafa á undanförnum áratugum gegnt forystustörfum í indversku samfélagi. Mynd.