Himalajasvæðið. Ísland og Kína
Forseti á fund með Yao Tandong, forstöðumanni kínverskrar rannsóknarstofnunar um Himalajasvæðið, en hann var meðal frumkvöðla þeirrar ráðstefnu sem nú er haldin í Dehradun á Indlandi. Yao Tandong flutti fyrir fáeinum árum opinberan fyrirlestur í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands og átti ríkan þátt í að haldin var á Íslandi árið 2011 þriðja ráðstefnan um jökla á Himalajasvæðinu undir heitinu Third Pole Environment Workshop. Rætt var um aukinn áhuga á rannsóknum á Norðurslóðum og þróun rannsókna á Himalajasvæðinu.