Veftré Print page English

Samstarf Wadia við Ísland


Forseti á fund með dr. Anil Gupta, forstöðumanni Wadia jarðvísindastofnunarinnar í Dehradun, um samstarf við Ísland á sviði jarðskjálftarannsókna en Ragnar Stefánsson fyrrverandi prófessor hefur haft forgöngu um það. Þá var einnig rætt um þjálfun ungra indverskra jöklafræðinga á Íslandi en henni var komið á í kjölfar þess að forseti var sæmdur Nehru verðlaununum í Delhi árið 2010. Þá var einnig rætt um hvernig koma mætti á víðtækara samstarfi milli þjóða og vísindasamfélaga á Himalajasvæðinu, m.a. í ljósi reynslunnar af slíku samstarfi á Norðurslóðum. Mynd.