Peningakerfi
Forseti á fund með Frosta Sigurjónssyni um hugmyndir hans og annarra um nýtt peningakerfi sem drægi úr verðbólgu og skuldasöfnun þjóðarinnar með því að setja nýjar reglur um starfsemi banka og peningastofnana. Hugmyndirnar hafa verið til umræðu á alþjóðlegum vettvangi, m.a. á vettvangi samtakanna Positive Money og hliðstæðar hugmyndir voru á dagskrá í Bandaríkjunum í kjölfar heimskreppunnar.