Veftré Print page English

Evrópuþing ungmenna


Forseti flytur ávarp í upphafi Evrópuþings ungmenna, Model European Parliament, þar sem ungt fólk frá ýmsum Evrópulöndum fjallar um brýn þjóðfélagsmál og kynnist vinnubrögðum við stefnumótun og ákvörðun á löggjafarþingum. Í ávarpinu rakti forseti uppruna Alþingis, sjálfstæðisbaráttu sem háð var með umræðum og tillöguflutningi á þeim vettvangi og hvernig upplýsingatækni hefði á síðari árum gjörbreytt stöðu lýðræðis og starfsháttum kjörinna fulltrúa; almenningur hefði nú tækifæri til áhrifa á margbrotinn hátt og mikilvægt væri að löggjafarþing löguðu sig að hinum nýju aðstæðum. Hin unga kynslóð myndi því á komandi áratugum þurfa að sinna lýðræðislegu sköpunarstarfi.