Veftré Print page English

Háskólinn í Reykjavík. Verðlaun og fyrirlestramaraþon


Forseti tekur þátt í dagskrá Háskólans í Reykjavík þar sem afhent eru verðlaun fyrir rannsóknir, kennslu og þjónustu. Þá hlýddi forseti á nokkra fyrirlestra fræðimanna skólans í svonefndu fyrirlestramaraþoni. Á samkomu nemenda og kennara í Sólinni flutti forseti ávarp þar sem hann hvatti háskólasamfélagið til rannsókna og umræðu um þau fjögur meginsvið sem einkenna myndu þróun á komandi áratugum: upplýsingatækni, stöðu Norðurslóða í nýrri heimsmynd, breytingar í orkukerfum og glímuna milli fjármálamarkaða og lýðræðis.