Veftré Print page English

Samvinna við Frakkland


Forseti á fund með sendiherra Frakklands á Íslandi þar sem rætt var um ýmis verkefni í kjölfar opinberrar heimsóknar forseta til Frakklands í síðasta mánuði. Frönsk-íslensk orðabók á netinu, samvinna vinabæja á Íslandi og í Frakklandi, einkum í ljósi sögu franskra fiskimanna á Íslandsmiðum, þýðing íslenskra bóka á frönsku, íslenskukennsla í frönskum háskólum og frönskukennsla í íslenskum skólum, nýting jarðhita í Frakklandi og samvinna við íslensk tæknifyrirtæki og aukið mikilvægi Norðurslóða eru meðal þeirra viðfangsefna sem unnið verður að í kjölfar heimsóknarinnar.