Forseti Íslands
The President of Iceland
Tæknisamvinna í sjávarútvegi
Forseti flytur ræðu við opnun sýningarinnar Green Marine Technology sem haldin er á vegum Íslenska sjávarklasans í tengslum við HönnunarMars. Fjölmörg fyrirtæki á ólíkum sviðum tækni og nýjunga í sjávarútvegi og fiskvinnslu hafa tekið höndum saman til að styrkja nýsköpun og markaðssókn. Í ræðunni hvatti forseti eindregið til frekari samvinnu í þessum efnum enda hefðu fræðilegar rannsóknir sýnt að slíkt klasasamstarf ólíkra fyrirtækja væri vænlegt til árangurs. Framlag og reynsla Íslendinga á sviði sjávarútvegs væri líka mikilvægt framlag til alþjóðlegrar umræðu og stefnumótunar um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins.
Letur: |
| |