Veftré Print page English

Heimskautarannsóknir. Norðurljósastöð


Forseti á fund með dr. Huigen Yang forstöðumanni Heimskautastofnunar Kína, Yuanyuan Ren aðstoðarprófessor við Heimskautastofnunina, Þorsteini Gunnarssyni sviðsstjóra hjá Rannís og Halldóri Jóhannssyni framkvæmdastjóra Arctic Portal um rannsóknir á Norðurslóðum, vísindalegan árangur af ferð Snædrekans á síðasta ári og Norðurslóðaráðstefnu sem áformað er að halda í Shanghai í sumar. Ennfremur var fjallað um samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna um rannsóknir á norðurljósum og öðrum fyrirbærum háloftanna en unnið er að stofnun slíkrar rannsóknarmiðstöðvar á Íslandi.