Veftré Print page English

Fjármögnun heilbrigðisþjónustu


Forseti flytur ávarp í upphafi ráðstefnu um fjármögnun heilbrigðisþjónustu sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu efna til. Í ávarpinu rakti forseti breiða samstöðu þjóðarinnar um öflugt heilbrigðiskerfi en hún birtist m.a. í stuðningi fjölmargra félagssamtaka við heilbrigðiskerfið og samstöðu allra flokka um grundvallarþætti þess. Almannasamtök hefðu allt frá baráttunni við berklana og til okkar daga verið virk á vettvangi margvíslegra sjúkdóma og mætti þar nefna Krabbameinsfélagið, SÁÁ og Hjartavernd. Einnig hefði vakið athygli erlendis að í kjölfar bankahrunsins hefði verið meiri samstaða á Íslandi en í öðrum löndum um að vernda heilbrigðisþjónustuna.