Veftré Print page English

Saga Alþýðusambands Íslands


Forseti er viðstaddur athöfn í Iðnó í tilefni af útgáfu sögu Alþýðusambands Íslands sem stofnað var 1916. Í ávarpi fagnaði forseti þessari útgáfu. Ritverkið væri mikilvægt framlag til þjóðarsögu, hvernig Ísland hefði breyst úr einu fátækasta landi í Evrópu í samfélag velferðar, réttinda og framfara. Forseti nefndi ýmsa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, sem hann hefði kynnst fyrir nokkrum áratugum, og hefðu þau kynni verið eins konar háskóli í sögu stéttabaráttunnar. Þegar ný kynslóð væri óðum að taka við forystu á Íslandi væri mikilvægt að hún hefði þekkingu á sögu verkalýðshreyfingarinnar svo að mikilvægir þræðir í samfélagsgerðinni yrðu áfram heilir.