Veftré Print page English

Sendiherra Hondúrass


Forseti á fund með nýjum sendiherra Hondúrass, herra Roberto Flores Bermúdez, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika Hondúrass á að þróa jarðhita og vatnsafl og samstarf við íslensk tækni- og verkfræðifyrirtæki á því sviði sem og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og hugsanlega þjálfun sérfræðinga frá Hondúras í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þá var einnig rætt um hvernig uppbygging Íslendinga á almannavörnum, þátttaka sjálfboðaliða og nýting upplýsingatækni gæti nýst Hondúras og öðrum smærri og meðalstórum löndum sem búa við hamfaraveður með reglulegu millibili.

 

bermudez