Veftré Print page English

Jarðhitasamvinna Íslands og Bandaríkjanna


Forseti á fund með Jefferson Tester, prófessor við Cornell háskólann í New York ríki og meginhöfundi MIT skýrslunnar um jarðhitaauðlindir Bandaríkjanna, og Þorsteini Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Rætt var um aukna samvinnu vísinda- og tæknisamfélagsins á Íslandi við háskóla í Bandaríkjunum og stjórnvöld í einstökum fylkjum og borgum varðandi nýjar leiðir í nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum, einkum hitaveitur og ylrækt, m.a. í ljósi greinargerðar sem forseti lagði á sínum tíma fyrir Orkunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.