Veftré Print page English

Jarðhitaráðstefna. Lokaræða


Forseti flytur lokaræðuna á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin er í Hörpu en hana sækja rúmlega tvö hundruð erlendir sérfræðingar og tæknimenn og athafnafólk frá meira en 40 löndum auk mörg hundruð starfsmanna íslenskra orkufyrirtækja, verkfræðifyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnana. Í ræðunni fjallaði forseti um samspil loftslagsbreytinga og breytinga á orkukerfum, hvernig bráðnun íss á Norðurslóðum, Suðurskautslandi og í Himalajafjöllum knýr á um víðtækar aðgerðir í orkumálum allra landa. Jafnframt lýsti forseti með fjölmörgum dæmum hvernig Íslendingum hefði tekist að skapa fjölmörg hagkvæm og árangursrík viðskipta- og atvinnutækifæri á ýmsum sviðum í krafti nýtingar á hreinni orku.