Alþjóðlega jarðhitasambandið
Forseti á fund með Roland Horne, forseta Alþjóðlega jarðhitasambandsins, International Geothermal Association, og skipuleggjendum jarðhitaráðstefnunnar, sem haldin er í Hörpu, um vaxandi áhuga víða um heim á nýtingu jarðhita. Sérstaklega var fjallað um tækifæri á þessu sviði víða í Bandaríkjunum, svo sem í Kaliforníu og Alaska, og áhuga ríkja í Afríku og Asíu, eflingu jarðhitanýtingar í Kenía og hvernig Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur á undanförum áratugum lagt mörgum löndum lið. Þá var einnig rætt um hvernig jarðhitaráðstefnan gæti orðið grundvöllur að reglulegum jarðhitaþingum sem haldin yrðu á Íslandi á komandi árum.