Veftré Print page English

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna


Forseti er viðstaddur setningu alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu, Iceland Geothermal Conference, sem haldin er í Hörpu. Ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og áhrifafólks á sviði jarðhita frá nokkrum tugum þjóðlanda ásamt íslenskum sérfræðingum, vísindamönnum, tæknimönnum og fulltrúum orkufyrirtækja, verkfræðifyrirtækja og fjármálastofnana sem og rannsóknarstofnunum og háskólum. Á setningarfundinum fluttu ræður Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Alþjóðasamtök á sviði jarðhita eiga aðild að ráðstefnunni og er forseti verndari hennar. Vefsíða ráðstefnunnar.