Samvinna við Abu Dhabi
Forseti á fund með dr. Sultan Al Jaber, forstjóra Masdar og ráðherra umhverfismála og loftslagsbreytinga í utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, um fjölmarga þætti í samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita og annarrar hreinnar orku, tækni og vísinda sem og um þróunina í málefnum Norðurslóða og samstarf ríkja á Himalajasvæðinu varðandi vatnsbúskap og áhrif af bráðnun jökla. Forseti hefur á undanförnum árum sótt Heimsþing um hreina orku, sem Masdar hefur skipulagt í Abu Dhabi, og situr í dómnefnd Zayed orkuverðlaunanna sem stofnað var til af stjórnvöldum í Abu Dhabi.