Veftré Print page English

Ráðstefna Fransk-íslenska viðskiptaráðsins


Forseti sækir ráðstefnu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldin er í höfuðstöðvum viðskiptaráðs Parísar og nágrennis þar sem auk forseta fluttu ræður og erindi Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Þá sátu fulltrúar nokkurra íslenskra fyrirtækja, Marels, Össurar, Icelandair og CCP fyrir svörum í pallborðsumræðum sem sjtórnað var af aðalritstjóra Nouvel Observateur, Laurent Joffrin. Myndir.