Veftré Print page English

OECD ræða. France 24


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun, miðvikudaginn 27. febrúar 2013, ræðu um hagkerfi hreinnar orku, sjálfbærni og glímu Íslands við efnahagskreppuna á fundi með sendiherrum aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í París. Á unan átti forseti fund með Angel Gurría?, framkvæmdastjóra OECD, og nokkrum æðstu embættismönnum stofnunarinnar. Að lokinni ræðu forseta tóku ýmsir sendiherrar til máls sem og fulltrúi Alþjólða orkustofnunarinnar. Forseti svaraði síðan fjölda fyrirspurna.

Þá ræddi forseti í hádeginu við aðalfréttamann Evrópuþáttar alþjóðlegu sjónvarpsstöðvarinnar France 24 og verður viðtalið sýnt í næstu viku. Þar var rætt um lærdómana af glímu Íslands við efnahagskreppuna, niðurstöðu Icesave málsins, makríldeiluna og Evrópusambandið.

27.2.2013