Veftré Print page English

Fundur með Michel Rocard


Að lokinni móttökuathöfn í París á forseti fund með Michel Rocard í utanríkisráðuneyti Frakka en hann er sérstakur sendimaður Frakklandsforseta í málefnum Norðurslóða. Rætt var um vaxandi samvinnu á Norðurslóðum, áhuga ríkja í Evrópu og Asíu á þátttöku í stefnumótun og rannsóknum sem og þörfina á víðtækum alþjóðlegum umræðuvettvangi um málefni Norðurslóða. Þá var einnig fjallað um endurreisn efnahagslífsins á Íslandi og stöðuna í viðræðum við Evrópusambandið. Myndir (ljósmyndari: RAX). Fleiri myndir.