Saga Skátahreyfingarinnar
Forseti tekur á móti Sögu skáta í 100 ár sem skátahöfðingi afhendir á Bessastöðum eftir að hafa siglt með verkið yfir Skerjafjörðinn og komið að landi í fjörunni á Bessastöðum. Ferðin og útgáfa bókarinnar var liður í hátíðahöldum í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs Íslandi en þau hófust formlega á gamlársdag 2011 með því að skátar báru forseta kveðju skátahöfðingja sem send var með ljósmerkjum yfir Skerjafjörðinn á sama hátt og gert var fyrir 50 árum þegar skátar þá fögnuðu stórafmæli.