Veftré Print page English

Forseti norska Stórþingsins


Forseti á fund með forseta norska Stórþingsins, Dag Terje Andersen, og sendinefnd hans sem heimsækir Ísland í boði Alþingis. Rætt var um tengsl Bessastaða við sameiginlega sögu Íslands og Noregs, Snorra Sturluson, sjálfstæðisbaráttuna og Bessastaðaskóla sem og sameiginleg verkefni Íslands og Noregs á nýrri öld, einkum með tilliti til aukins samstarfs á Norðurslóðum. Mikilvægt væri að styrkja tengsl þjóðþinganna í aðildarríkjum Norðurskautsráðsins svo að lýðræðislega víddin í stefnumörkun Norðurslóða yrði öflug og sterk. Einnig var fjallað um viðræður Íslands við Evrópusambandið og stöðu ríkjanna í Norður Evrópu gagnvart sambandinu og Evrusvæðinu.