Veftré Print page English

Skólaþing í Norðlingaskóla


Forseti flytur ræðu á skólaþingi sem haldið er í Norðlingaskóla þar sem fjallað var um áhrif upplýsingatækni, einkum spjaldtölva og þráðlausra samskipta, á skólastarf, kennsluhætti og þróun menntunar. Þingið sóttu nokkur hundruð kennarar í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og þar fjallaði Abdul Chohan, kennari í Bolton á Bretlandi, um reynslu ESSA skólans af því að gerbreyta kennsluháttum með notkun sérhvers nemanda og kennara á spjaldtölvu. Í ræðu sinni rakti forseti hvernig þróun upplýsingatækni á síðustu árum hefði gerbreytt kennslu og skólastarfi og mikilvægt væri að íslenskir skólar sköpuðu nemendum sínum, kennurum og starfsfólki aðstöðu til að njóta í námi og starfi kosta þessarar nýju tækni.